Home

CAPUT’s next event:

Jónas Tómasson

Portrett með Ton de Leeuw

sunnudag 30. okt kl. 15:15

Caput hefur undanfarin ár staðið að afar vinsælum portrett-tónleikum íslenskra tónskálda í samvinnu við 1515. Á tónskáldunum hvílir sú kvöð að velja „meistarverk“ úr smiðju klassískra tónskáda 20. aldar. Jónas valdi Riversed Night fyrir einleiksflautu eftir Ton de Leeuw (1926 – 1996) sem var eitt áhrifaríkasta tónskáld Hollendina á síðustu öld og lærimeistari Jónasar og fleiri íslenskra tónskálda. Kornungur flautuleikari, Björg Brjánsdóttir, sem stundar nú nám við Tónlistarháskólann í Osló mun flytja verkið.

Jónas er fæddur árið 1946 og er því sjötugur á þessu ári en fyrir okkur í Caput er hann síungur og ferskur, kemur reyndar á óvart með hverju verki.

Efnisskrá

Jónas: Í Tóneyjahafi fyrir bassaflautu, klarinettu, bassaklarinettu og horn

Jónas: Ballett VI – átta hægir dansar fyrir Láru fyrir fjóra blásara, víólu og kontrabassa

Ton de Leeuw: Reversed Night fyrir einleiksflautu

Jónas: 6 myndir – ósýnilegar fyrir blásarakvintett