Home

CAPUT’s next event:

Tímans tönn

Ókeypis tónleikar í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 18. september 2016

kl. 16:00

Ókeypis tónleikar! Tímans tönn – nýtt tónverk eftir Hauk Tómasson við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur í flutningi CAPUT og Þóru Einarsdóttur, sópran. Stjórnandi Guðni Franzson. Salurinn, Kopavogi, sunnudaginn 18. september 2016 kl. 16:00.

Tímans tönn er nýtt tónverk eftir Hauk Tómasson við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur. Flytjendur eru CAPUT og Þóra Einarsdóttir sópran og stjórnandi er Guðni Franzson. Verkið var frumflutt 9. apríl sl. í Gamla bíó. Bogi Þór Siguroddsson pantaði verkið í tilefni af fimmtugsafmæli eiginkonu sinnar, Lindu Bjarkar Ólafsdóttur, en verkið vakti óskipta athygli og hrifningu áheyrenda. Þetta er fjölbreytt og litríkt tónverk fyrir blandaðan hóp hljóðfæraleikara, hörpu og mikið slagverk, m.a. hið ungverska cimbalom, auk blásara, strengja og einsöngvara. Verkið tekur rúmar 20 mínútur í flutningi. Tónleikarnir í Salnum sunnudaginn 18. september eru opin upptaka, því viðburðurinn verður hljóðritaður og filmaður í lifandi flutningi. Húsið er opið öllum og aðgangur ókeypis.