Frank Aarnik

Frank Aarnik - percussion
Frank Aarnik – percussion

ank Aarnink stundaði nám í Hilversum og Amsterdam. Hann hefur spilað með flestum af þekktustu sinfóníuhljómsveitum Hollands og tekið þátt í mörgum óperu – og söngleikjauppfærslum þar í landi. Frá árinu 2001 hefur Frank verið fastráðinn sem slagverks – og pákuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eftir að Frank fluttist til Íslands, hefur hann tekið virkan þátt í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hefur meðal annars starfað sem slagverksleikari við Caput,Íslensku óperuna, slagverkshópinn Bendu, Kammersveit Reykjavíkur, Duo Harpverk, Aton, Hljómeyki og Lúðrasveit Reykjavíkur. Íslensk tónskáld hafa samið sérstaklega tónverk fyrir hann, þar á meðal eru tónskáldin Daníel Bjarnason og Anna Þorvaldsdóttir. Frank er slagverkskennari í Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar.Frank var tilnefnður flytjandi ársins 2006